eGátt

eGátt Notendahandbók

Notkunarleiðbeiningar fyrir eGátt. eGátt er hugbúnaðarlausn sem gerir læknum og öðru heilbrigðisstarfsfólki kleift að sækja upplýsingar um skjólstæðinga sína úr sameiginlegum kerfum og heilbrigðisgagnagrunnum á Íslandi.

Innskráning í eGátt

eGátt er samþætt við PMO. Auðkenning þín er sótt frá PMO þ.a. þú þarft ekki að skrá þig inn aftur í eGátt þegar PMO er opið

Byrjaðu á að opna PMO og skrá þig inn, ef þú hefur ekki þegar gert það.

Eftir að þú hefur opnað PMO getur þú opnað eGátt með því að opna táknmyndina fyrir eGátt.

Þá opnast eGátt.

eGátt hefur núna sótt auðkenningu þína úr PMO og notað hana til að skrá þig inn í eGátt.

Opna sjúkling

Að velja sjúkling

eGátt er samþætt við PMO, þ.a. sá sjúklingur sem er opinn í PMO opnast alltaf sjálvirkt í eGátt.

Ef enginn sjúklingur er opinn í PMO þá er enginn sjúklingur heldur í eGátt.
Förum í PMO
Opnum sjúkling
Nú er sjúkraskrá sjúklings opin í PMO
Sami sjúklingur er þá um leið opin í eGátt.

Nýr Reikningur

Nýr reikningur

Mjög einfalt er að útbúa reikning í eGátt.

Smelltu á takkann "Nýr reikningur" á forsíðunni í "eGátt"
Smelltu á"Leitaðu eftir heiti gjaldliðar eða númeri"
Veldu gjaldskrárliðinn sem þú ætlar að setja á reikninginn
Smelltu síðan á "Vista og Senda"
Þá birtist útprentun reiknings
Veldu réttan prentara og smelltu á"Print"
Til að ljúka við reikning smelltu á "Loka"

Skrá tilvísun

Skrá tilvísun

Ef sjúklingur er yngri en 18 ára og er með tilvísun greiða Sjúkratryggingar Íslands fyrir komuna að fullu. Til þess þarf að skrá tilvísun á reikninginn. Tilvísunin er send sem hluti af rafrænum reikningi til SÍ.

Smelltu á gráu stikuna efst í rekningsgerðinni
Þá opnast valmynd. Smelltu á "Sláðu inn læknanúmer tilvísandi læknis"
Sláðu inn læknanúmer tilvísandi læknis. Einnig má skrá nafn læknisins eða einfaldlega tölustafinn 1.
Tilvísun hefur nú verið skráð á reikning og hluti sjúklings reiknast 0 ef viðkomandi er yngri en 18 ára.

Gefa afslátt

Afsláttur til sjúklings

Einfalt er að gefa afslátt til sjúklings í eGátt.

Smelltu á línuna afsláttur í uppgjörinu neðst á reikningnum
Sláðu inn þá upphæð sem þú vilt veita í afslátt og ýttu á Enter
Upphæðir endurreiknast nú með afslætti

Breyta komudegi eða útgáfudegi reiknings

Breyting á komudegi eða útgáfudegi reiknings

Ef gera þarf reikning aftur í tíman þá er það hægt. Bæði er hægt að breyta komudegi sjúklings sem og útgáfudegi reiknings. Mikilvægt er að komudagur sjúklings sér réttur því þær upplýsingar eru sendar til SÍ og notaðar til reikna réttindastöðu sjúklings.

Byrjaðu á að smella á gráu stikuna "Reikningur" efst í reikningsgerðinni.
Smelltu á reitinn "komudagur" til að breyta komudegi eða "útgáfudagur" til að breyta útgáfudegi
Smellti á þá dagsetningu sem við á. Þú hefur nú lokið við að breyta komu- eða útáfudegi reiknings.

Afsláttur vegna EES ríkisborgara

Afsláttur vegna EES ríkisborgara

Ríkisborgarar af evrópska efnahafssvæðinu sem geta framvísað skilríkjum þess efnis eiga rétt á sömu greiðsluþáttöku Sjúkratrygginga Íslands fyrir heilbrigðisþjónustu og Íslendingar.

Til að fá fram réttan greiðsluhluta sjúklings og greiðsluþáttöku Sjúkratrygginga Íslands fyrir sjúklinga sem geta framvísað skilríkjum um ríkisborgararétt í EES þarf fyrst að smella á stikuna efst
Næst er haka í "Er Sjúkratryggður innan EES Valkvæmt" Reikningar á upphæðum miðast nú við að sjúklingur sé sjúkratryggður hérlendis.

Bakfærsla reiknings

Að bakfæra reikning

Ef útgefinn reikningur er vitlaus, þá þarf að bakfæra hann og gera nýjan.

Byrjum á að smella á "Nýr reikningur" líkt og við séum að gera nýjan reikning
Smellum síðan á gráu stikuna efst.
Smellum síðan á takann "Bakfæra eldri reikning"
Smellum á reikninginn af listanum sem ætluninn er að bakfæra
Smellum á "Vista & Senda". Reikningurinn hefyr nú verið bakfærður.

Uppháhalds gjaldliðir

Uppháhalds gjaldliðir

Hægt er að velja þá gjaldliði sem þú notar mest þannig að þeir birtist alltaf efst í gjaldliðalistanum.

Til að bæta gjaldlið við "Uppáhalds gjaldliði" er byrjað á að opna nýjan reikning og smella á gildliðavalmyndina.
Lengst til hægri í hverri línu er lítil stjarna. Með því að smella á stjörnuna verður hún grá. Þá er viðkomandi gjaldliður kominn á uppáhaldslistann þinn.
Næst þegar að þú gerir reikning kemur gjaldliðurinn efst.

Tveir þáttakendur á reikning

Margir þáttakandendur

Í sumum tilfellum s.s. aðgerðum þar sem er bæði aðgerðalæknir og svæfingalæknir koma að, þarf að skrá fleiri en einn þáttakanda á reikning. Þetta tryggir að útgefnir reikningar séu í samræmi við reglugerð um að greiðsluþátta SÍ skuli reiknast líkt og um komu til eins læknis væri að ræða, þótt tveir aðskildir reikningar séu gefnir út.

Til að skrá annan þáttakana á reikning er byrjað á að smella á gráu stikuna efst.
Næst er farið í valmyndina "Aðrir þáttakendur"
Smellt er á nafn þess læknis sem bæta skal við sem þáttakanda.
Næst er smellt á plúsinn
Nafn læknisins sem bætt var við sem þáttakanda birtist þá á lista fyrir neðan. Hægt er að bæta við fleiri en einum lækni á listann.

Gjaldliðir utan SÍ

Skráning gjaldliða utan SÍ

Í eGátt er hægt að skrá gjaldliði sem falla utan greiðsluþáttökukerfis SÍ inná reikning. Sjúklingur greiðir þá fullt verð fyrir. Ath. þarf að SÍ óskar eftir að þessir gjaldliðir séu ekki sendir til sín og því eru þeir undanskildir í rafrænum sendingum. SÍ óskar eftir að gjaldliðir utan SÍ séu ekki settir saman með sjúkratryggðum gjaldliðum.

Til að skrá gjaldliði sem falla utan greiðsluþáttökukerfis SÍ á reikning er byrjað á að smella á bláu stikingu "Sjúkratryggðir gjaldliðir"
Þá opnast nýjar valmyndir fyrir gjaldliði. Smelltu á valmyndinu undir "Gjaldliðir utan sjúkragrygginga"
Þá opnast listi af þeim gjaldliðum sem eru í boði utan SÍ. Smelltu á þann gjaldlið sem þú vilt nota og hann munn skrást á reikninginn um leið.

Efnisgjöld

Skráning efnisgjalda

Hægt er að skrá efnisgjöld á reikninga fyrir aðgerðum. Aðeins þarf að skrá flokka efnisgjaldanna. eGátt finnur síðan út rétta gjaldlíði á móti gjaldlið aðgerðarinnar.

Smelltu á bláu stikuna "Sjúkratryggðir gjaldliðir"
Þá opnast valmynd til að skrá Efnisgjöld. Smelltu á "Leitaðu eftir heiti gjaldliðar eða númeri"
Veldu síðan efnisgjöldin sem skrá skal á reikningin
Efnisgjöldin eru nú skráð á reikninginn

Komugjald

Komugjald

Með því að virkja Komugjöld í eGátt kemur komugjald sjálfvirkt inná alla reikninga sem gefnir eru út í kerfinu. Komugjöld og aðrir gjaldliður utan gjaldskrár Sjúkratrygginga Íslands munu jafnframt vera undanskildar í rafrænum sendingum til SÍ jafnvel þótt gjaldliðirnir birtist saman með SÍ gjaldliðum á reikning.

Smellið á "Uppgjör" á forsíðunni
Smellið síðan á "Stillingar"
Hakið við "Virkja Komugjald"
Veljið síðan það komugjald sem skal koma sjálfvirkt á alla reikninga

Smellið á vista.

Komugjaldið sem valið var mun nú skrást með sjálfvirkum hætti á alla reikninga sem gefnir eru út. Allir gjaldliðir utan gjaldskrár SÍ munu einnig vera undanskildar í rafrænum sendingum til SÍ jafnvel þótt gjaldliðirnir birtist saman með SÍ gjaldliðum á reikning.

Nýr lyfseðill

Lyfjaávísun í eGátt

Hægt er að ávísa lyfjum rafrænt í eGátt.

Smelltu á"Nýr lyfseðill"
Smelltu á"Leita að lyfi..." og byrjaðu að slá inn heiti á lyfi
Smelltu á lyfið sem þú ætlar að ávísa
Skráðu skömmtun. Í Skömmtunarboxið er hægt að skrá skammstafanir s.s. 1x2 eða 1+2+3 sem er þá breytt í texta í notkunarfyrirmælareytnum.
Smelltu á"Senda lyfseðil"

Undanþágulyfseðill

Undanþágulyfseðlar í eGátt

Hægt er að ávísa undanþágulyfjum rafrænt í eGátt

Smelltu á "Nýr lyfseðill" á forsíðu eGáttar
Smelltu síðan á"Leita að lyfi..." til að leita í sérlyfjaskrá
Byrjaðu að slá inn heiti þess lyfs sem þú ert að leita að. Lyfjalistinn mun uppfærast með lyfjum sem uppfylla leitarskilyrðin. Undanþágulyf eru merkt í gulu. Smelltu síðan á það lyf sem þú ætlar að ávísa.
Nú verður viðmótið gult til að sýna að um undanþágulyfseðil er að ræða. Skráðu næst skömmtun lyfsins. Hér má skrá skammstöfun s.s. 1x2 sem verður að lyfjafyrirmælum "1 tafla 2 sinnum á dag"
Skráðu næst skýringu á því hversvegna undanþágulyfinu er ávísað. Skýringin verður send til lyfjastofnunar.
Hakaðu við boxið "Sá sem ávísar lyfi, sem ekki hefur markaðsleyfi á Íslandi, tekur á sig sérstaka ábyrgð gagnvart sjúklingi og ber að sýna sérlega aðgát hvað varðar gæði, eiturefnafræði, lyfjafræði, klinísk áhrif og aukaverkanir lyfsins."
Næst geturðu smellt á takkan "Senda lyfseðil"
Næst birtist lyfjalistinn þar sem hægt er að fylgjast með stöðu sendra lyfseðla. Þegar Lyfjastofnun hefur samþykkt lyfseðil mun staðan á honum uppfærast. Jafnframt mun berast skilaboð ef umsókn um undanþágulyfi er hafnað með skýringu frá Lyfjastofnun

Lyfjalistinn

Lyfjalistinn

Lyfjalistinn sýnir allar lyfjaávísanir úr eGátt og úr PMO s.l. 30 daga ásamt stöðu hverrar lyfjaávísunar.

Lyfjalistinn er aðgengilegur af forsíðu eGáttar. Á takkanum eru rauntímastaða á því hversu mörgum lyfseðlum hefur verið ávísað í dag. Með því að smella á takkan opnast lyfjalistinn.
Á lyfjalistanum sjást allar rafrænar lyfjaávísanir þínar og staða þeirr í kerfinu. Lyfjaávísanir með jákvæðu haki eru komnar til skila í lyfjagáttina. Lyfjaávísanir með x eru ekki komnar til skila. Í dálknum skilaboð má finna nánari upplýsingar um hver staða lyfjaávísunar er. Hér má einnig finna einkvæmt raðnúmer lyfjaávísunar.
Takkann "Endunýja" má nota til að búa til afrit af tilteknum lyfseðli.
Þá opnast nýr lyfseðill með nákvæmlega sömu skráningu og fyrri lyfseðill fyrir utan sjúklingin sem ávísað er á. Gæta skal að kennitala sjúklings afritast ekki inní nýjan lyfseðil úr lyfjalistanum heldur afritast lyfseðillinn yfir á þann sjúkling sem er opinn í kerfinu.

Fjölnota lyfseðlar

Fjölnota lyfseðlar

Í eGátt er hægt að ávísa fjölnota lyfseðlum.

Undir "Afgreiðsla" er hægt að smella á valmynd fyrir fjölnota lyfseðla.
Hægt er að velja hvort nota megi lyfseðil 1 sinni, tvisvar, þrisvar eða fjórum sinnum.
Ef lyfseðill er fjölnota birtast valmöguleikar til að skrá með hversu löngu millibili skuli afgreiða lyfseðil að lágmarki. Sjálfvalið eru 30 dagar.
Hægt er að velja um tímaeiningar s.s. daga, vikur og mánuði sem og skrá hversu margar tímaeiningar skuli líða.

Leit að samheitalyfjum

Leit að samheitalyfjum

Hægt er að finna öll samheitalyf fyrir tilteknu lyfi þegar verið er að ávísa lyfseðli

Til að finna samheitalyf þarftu fyrst að leita að því lyfi sem þú vilt finna samheitalyf fyrir og velja það af lyfjalistanum.
Eftir að tiltekið lyf hefur verið valið í lyfjalistanum er hægt að smella á takkann"Samheitalyf" til að leita að öllum samheitalyfjum fyrir það lyf í sérlyfjaskrá.
Þá opnast lyfjalistinnmeð öllum samheitalyfjum sem er að finna í sérlyfjaskrá.

Fylgiseðlar og upplýsingar um lyf

Fylgiseðlar og upplýsinga um lyf frá Lyfjastofnun

Hægt er að fletta lyfi beint upp hjá lyfjastofnun, skoða fylgiseðla oflr. í eGátt.

Til að skoða upplýsingar frá lyfjastofnun og finna fylgiseðil lyfs er nóg að smella á takkan "Upplýsingar"
Þá opnast síða lyfjastofnunar með uppflettingu á lyfinu úr sérlyfjaskrá.
Þá er t.d. hægt að sækja fylgiseðil lyfs með því að smella á "Fylgiseðill"
Þá opnast fylgiseðill lyfs í nýjum glugga.

Senda í apótk

Senda í apótek

Hægt er að senda rafræna lyfseðla bæði í lyfjagáttina sem og beint í apótek. Ef lyfseðill er sendur í lyfjagáttina þá getur sjúklingur leyst lyfið út í hvaða apóteki sem er. Ef lyfið er sent beint á apótek þá er aðeins hægt að leysa lyfið út í því apóteki.

Til að senda lyfseðil beint í ákveðið apótek er ferið í "Apótek" valmyndina. "Sendist á sjúkling" er sjálfvalið sem þýðir að lyfseðillinn er sendur í lyfjagáttina á kennitölu sjúklings þar sem hægt er að nálgast hann úr hvaða apóteki sem er. Ef smellt er að valmyndina merkta "Sendist til" birtist listi.
Þar birtist listi af öllum þeim apótekum sem skráð eru. Veldu það apótek sem þú vilt senta lyfseðilinn á. Þegar þú hefur lokið við ávísunina og sent lyfseðilinn mun lyfseðillinn sendast beint í apótekið sem þú valdir.

Breyta gildistíma lyfseðils

Gildistími lyfseðla

Skv. lögum gilda lyfjaávísanir að hámarki í 1 ár. Hægt er að láta lyfjaávísun gilda skemur en 1 ár auk þess sem hægt er að velja dagsetningu í framtíðinni sem lyfjaávísun getur tekið gildi.

Sjálfvalið er að láta lyfjaávísun gilda í 1 ár. Ef ætlunin er að láta lyfjaávisun gilda skemur er unnt að smela á dagsetninguna undir "Gidlir til".
Þá birtist dagatal þar sem hægt er að velja þá dagsetningu sem lyfjaávísun skal renna út.
Einnig er hægt að láta lyfjaávísun taka gildi frá og með einhverri dagsetningu í framtíðinni. Þá verður ekki hægt að leysa lyfið út fyrr en á settri dagsetningu. Til að gera það er smellt á dagsetninguna undir "Tekur gildi"
Þá birtist dagatal þar sem hægt er að velja þá dagsetningu sem ætlunin er að lyfjaávísunin taki gildi.

Afgreiðsla í skammtaöskju

Afgreiðsla í skammtaöskju

Hægt er að ávísa lyfi með afgreiðslu í skammtaöskju

Til að setja lyf í skömmtun er nóg að haka við "Afgreiðist í skammtaöskju"

Heimsending

Heimsending lyfs

Hægt er að láta senda lyf heim til sjúklings.

Til að panta heimsendingu er hakað við "Senda heim"
Síðan þarf að skrá það heimilisfang sem senda skal lyfið á.